Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

„Þetta er hálft skref í rétta átt“

Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls.

Innlent
Fréttamynd

Á­kveða sig eftir Söngva­keppnina

Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég vona að þessir strákar fái extra knús“

Söngkonan María Ólafsdóttir segir það stinga sig að horfa upp á algjör niðurbrot á samfélagsmiðlum á stundum líkt og í kvöld, þar sem karlalandslið Íslands í handbolta tapaði örugglega gegn liði Ungverjalands á EM í handbolta.

Lífið
Fréttamynd

FÁSES skorar á Rúv að senda ekki lag í Euro­vision

FÁSES skorar á forsvarsmenn Rúv og leggja til að Ísland sendi ekki keppendur í Eurovision á næsta ári, verði Ísrael með í keppninni. Þetta var ákveðið með atkvæðagreiðslu á félagafundi sem haldinn var á dögunum vegna umræðu um sniðgöngu Eurovision.

Innlent
Fréttamynd

„Troðið í ykkur klökum og haldið hel­vítis kjafti“

Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum.

Erlent
Fréttamynd

Af vindvélum og þjóðarmorði

Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Júródansari Little Big er látinn

Rússneski dansarinn Dmitry Krasilov, betur þekktur undir listamannsnafninu Pukhlyash, er látinn. Krsailov var 29 ára gamall og er hvað þekktastur hér á landi fyrir að hafa dansað í atriði rússnesku sveitarinnar Little Big í Eurovision árið 2020. 

Lífið
Fréttamynd

Vildu ekki greiða at­kvæði um Euro­vision þátt­töku Ís­lands

Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Skora á RÚV og vilja Ísrael út

Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda hefur sent áskorun til útvarpsstjóra og stjórnar Ríkisútvarpsins þess efnis að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári nema Ísraelum verði vikið úr keppni. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja að Ísrael verði vikið úr Euro­vision

Hátt í sjö þúsund manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að neita þátttöku í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. Útvarpsstjóri hefur sagt að ekki standi til að Ísland dragi sig úr keppni í mótmælaskyni. Almenningur virðist nokkuð sammála um að Ísrael eigi ekki að fá að keppa. 

Innlent
Fréttamynd

Eurovision-keppnin komin með varan­legt slag­orð

Eurovision söngvakeppnin er komin með varanlegt slagorð í fyrsta sinn. Slagorðið er „Sameinuð af tónlist“ (e. United By Music). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU).

Lífið
Fréttamynd

Kynnar Söngva­keppninnar þurfa ekki að kynnast

Kynna Söngvakeppni sjónvarpsins í ár þarf ekki að kynna fyrir hvert öðru enda eru þeir þeir sömu og í fyrra, það eru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson. Lögin sem keppa í ár verða tilkynnt 27. janúar á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

„Fyrst við gátum lifað af Euro­vision saman getum við lifað allt af“

Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær.

Tónlist